Fréttir

24 des. 2007

Gleðileg jól

Kæru SVAK-félagar og aðrir veiðimenn.

Það hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgst hafa með starfsemi SVAK undanfarið að mikill kraftur er í félaginu og áhugaverðir hlutir framundan. Mikilvægt er að við færum okkur í nyt þennan meðbyr – það má gera með ýmsu móti.Eitt af því sem er heillandi við að starfa í félagsskap af okkar tagi eru tækifærin sem manni gefst til að kynnast góðum og áhugasömum mönnum sem koma úr ýmsum áttum með ólíkan bakgrunn. Menn með fjölbreytta þekkingu og hæfileika sem ekki tengjast beint stangaveiði sem slíka en getur komið að ómældum notum fyrir klúbbinn ef rétt er á málum haldið. Þennan mikla mannauð notum við.

En mætti e.t.v. nýta hann betur án þess þó að leggja á menn óhóflegar byrðar? Tökum fáein dæmi: Tölvukarlarnir henta vel til að hanna og halda við vefsíðunni okkar og gera tilboð í veiðisvæði með tilheyrandi gögnum í tölvutæku formi. Listamennirnir hanna fallegar auglýsingar og draga jafnvel skemmtilegar myndir af spennandi veiðisvæðum sem þeir hafa reynt. Ljósmyndarinn færir myndatökur af öflugum ,,mómentum” við bakkann eða á kvöldvökunni okkar að vetri til upp á æðra svið þegar því er skipta. Byggingameistarinn er drjúgur þegar kemur að því að ráðast í að smíða fiskistiga þar sem hann vantar; hinn sami getur auðveldlega ef á þarf að halda skipulagt flutning og frágang á veiðikofa, þá að sjálfsögðu með hjálp vörubílstjórans skemmtilega. Jarðvegsverktakinn er býsna hjálplegur þegar við þurfum að búa til veiðistaði í ánum sem við leigjum. Járnsmiðurinn fylgir fast á eftir með ný skilti um veiðistaði sem fuku út í buskann í síðasta óveðri. Kokkurinn er aldeilis gagnlegur þegar gefa skal góð ráð um matreiðslu á sumarafrakstrinum okkar. Sagnamaðurinn mikli, sem kann heldur betur að krydda veiðisögurnar, er ómissandi. Skólamennirnir eru nothæfir við að skipuleggja fræðslustarf klúbbsins. Og svona má lengi telja.

Vissulega eru þeir til sem af ýmsum ástæðum treysta sér ekki til að starfa mikið með félaginu. Þeir gera líka gagn, þó ekki sé nema að mæta á einstaka fundi og tala jákvætt um félagið við vini og kunningja. Og það eitt að greiða bara félagsgjaldið á réttum tíma er félaginu til framdráttar þótt það sé vissulega æksilegt að meirihlutinn taki virkari þátt í starfinu en svo. Virða ber ólíkar aðstæður manna.

Stangaveiðifélag Akureyrar óskar öllum félagsmönnum gleðilegra jóla.

-RFS-

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.