Fréttir

20 jún. 2007

Hópferðin á Skagaheiði

Nú líður að hópferð SVAK á Skagaheiði þar sem veitt verður í vötnunum fyrir landi Ketu. Lagt verður af stað frá Akureyri um hádegisbil næsta sunnudag, veitt seinnipart sunnudags, mánudag og fyrripart þriðjudags.

Við heyrðum hljóðið í Hrefnu húsfreyju á Ketu nú í morgun og sagði hún hafa verið góða veiði á heiðinni, sumir fengju meira en aðrir minna, eins og gengur og gerist.

Mjög gott veður hefur verið og mývargurinn er nokkuð ágengur þessa dagana. Vegurinn upp á heiðina er tröllavegur og því rétt að menn tali sig saman um að fara aðeins á vel útbúnum bílum.

Svefnpláss er fyrir átta í kofanum og þar er eldunaraðstaða. Aðrir geta tjaldað í námunda við Skálavatn. Sólarhringurinn kostar 3.000 krónur með veiðileyfi og gistingu í húsinu.

Þeir sem hafa áhuga á að slást með í för eru beðnir að hafa samband við Ragnar Hólm sem fyrst í síma 867 1000 eða með því að senda póst á ragnarh@akureyri.is. Við lofum bongóblíðu, botnlausri töku og skemmtilegri ferð á Skagaheiði!

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1