Fréttir

23 mar. 2006

Ölvesvatn á Skaga

Fyrirhugað er að fara hópferð í Ölvesvatn á Skaga og vötnin þar í kring ef næg þátttaka fæst. Pöntuð hefur verið gisting fyrir sex í Hvalnesi og kostar nóttin aðeins 4.000 kr. fyrir allan hópinn. Veiðileyfi á dag kostar 1.500 kr. og er gert ráð fyrir að veiða í tvo daga. Þetta er helgarferð frá 9.-11. júní.

Upp á síðkastið hefur netaveiði í Ölvesvatni verið stýrt af meiri skynsemi en áður hafði verið og hefur fiskurinn því stækkað frá því sem áður var. Algengast er að hann sé á bilinu 0,5-3 pund en stærri fiskar eru innan um. Fólksbílafæri er upp að Ölvesvatni en að auki er veitt í Fossvatni, Grunnutjörn, Andatjörn og fleiri vötnum.

Áhugasamir hafi sem fyrst samband við Valdimar Friðgeirsson, sem ætlar að fara fyrir hópnum. Sendið honum tölvupóst á netfangið valdef@internet.is. Einnig má hafa samband beint við stjórn félagsins, svak@svak.is.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
6.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1

Laxá í Aðaldal, Hraun
6.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
6.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
6.8.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1