Fréttir

07 mar. 2006

Urriðaveiðin í Aðaldal

Félagsmönnum í SVAK býðst að kaupa daga í urriðaveiði á svæðum Laxárfélagsins í Aðaldal næsta vor, eða nánar tiltekið dagana 29. 30. og 31. maí. Í boði eru 8 stangir hvern dag eða samtals 24 stangardagar og verðið á stangardag er 8.500 kr.

Nú þegar hafa félagsmenn skráð sig fyrir um 10 stangardögum, þannig að ennþá er til nokkuð af lausum stöngum. Stefnt er að því að hafa kynningu á þessum veiðiskap einhvern tímann í apríl og verður það nánar auglýst síðar.

Svæðin sem um ræðir eru:

  • Laxamýri efra frá Eskey niður að Spegilflúð
  • Svæði Jarlsstaða og Hjarðarhaga
  • Hagasvæðið að austan. Frá Langeyjarpolli niður að Hagastraum (þó ekki Hólmavaðsstíflan sem er bannsvæði vegna niðurgöngulaxa)
  • Svæði Hrauns frá Engey niður að Langey

Daglegur veiðitími verður líklega frá kl. 8-14 og 17-23.

Allt verður þetta nánar auglýst síðar og þá ekki síst á veiðistaðalýsingunni sem vonandi verður hægt að hafa í apríl. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við stjórnina til að skrá sig fyrir dögum meðan þeir liggja enn á lausu - hentugast er að senda póst á svak@svak.is.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
6.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1

Laxá í Aðaldal, Hraun
6.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
6.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
6.8.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1