Fréttir

12 feb. 2016

Hnýtingar og kastkennsla framundan

Jæja gott fólk. Nú gefst tækifæri að fara að fylla boxin af flugum og æfa fluguköstin fyrir næsta veiðisumar sem óðum styttist í.
Hnýtingarkvöld eru eftirfarandi mánudagskvöld í Zontahúsinu kl 20:
15.febrúar, 14.mars og 4.apríl. Þau eru öllum opin, byrjendum og lengra komnum. Reynslumikilir fluguhnýtingar menn á staðnum sem leiðbeina sé þess óskað. Þá á félagið nokkuð af hnýtingarefni og áhöldum sem gestum er velkomið að nota. Fyrsta kvöldið verður helgað púpum sem eru ómissandi í vatnaveiðina í vor.
Þá verður einnig efnt til fluguhnýtingarkeppni í vetur þ.s verðlaum verða veitt fyrir bestu SVAK fluguna, nánari fyrirkomulag hennar auglýst betur síðar.

Flugukastæfingar í Íþróttahöll Akureyrar verða eftirfarandi sunnudagmorgna kl 10:30
21.febrúar, 28.febrúar og 6.mars.
Æfingarnar eru öllum opnar,byrjendum sem lengra komnum. Menn geta tekið með eigin stangir eða fengið lánaðar. Þá verður verslunin Veiðivörur með kynningu á stöngum og línum sem menn geta fengið að prófa.
Menn með mikla kastreynslu verða á staðnum og aðstoða þá sem það vilja.
21.febrúar ber uppá konudag og viljum við því hvetja konur sérstaklega að koma og æfa fluguköstin þann dag.

Styttum stundirnar fram að veiðitímabilinu, hittumst og höfum gaman. Aðgangur ókeypis.

Mynd að ofan: Pálmi Gunnarsson sýnir fluguköst

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
11.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
11.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
11.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1