Fréttir

25 jún. 2015

Veiðidagur fjölskyldunnar sunnudaginn 28.júní

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 28. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.
Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnarí á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.
Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 32 vötn í boði á veiðideginum.
Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni,Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni,Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.

Félagar úr stjórn SVAK verða á bökkum Vestmannsvatns þennan dag og veita leiðsögn varðandi veiðistaði í vatninu, búnað í stangveiði og hvaða aðferðir eru vænlegastar til árangurs.
Þeir verða mættir á tangann við þjóðveginn við Vestmannsvatn um kl 10 og standa vaktina til kl 16.

Nú er um að gera fyrir fjölskylduna að að skella sér að veiða.
Léttar veitingar í boði á bakkanum.
Ekki spillir að að veðurspáin er góð.

Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Eyrarvatni, Geitabergsvatni,Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landiþjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum,Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði,Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og
Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Haugatjarnir, Urriðavatni,
Langavatni, Víkurflóði og Þveit.Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
3.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
3.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
3.8.2020
Svæði 4a eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1

Laxá í Aðaldal, Hraun
3.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
3.8.2020
Svæði 4 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
3.8.2020
Svæði 5 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
4.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2