Fréttir

20 feb. 2015

Hnýtingarkvöld næsta mánudag

Við hvílum okkur um stund á að hlýða á fróðleik tengdan stangveiði en hittumst í staðinn næsta mánudag þann 23.febrúar kl 20 í Zontahúsinu við Aðalstræti og hnýtum flugur saman.

Nú er sannarlega farið að styttast í stangveiðitímabilið, komið langt fram í febrúar. Veiðimenn stytta sér því eflaust margir stundir þessa dagana við að hnýta fyrir komandi átök og þá er nú gott að leita sér hugmynda, uppskrifta og góðra ráða á hnýtingarkvöldunum okkar.

Kvöldin eru ætluð byrjendum sem lengra komnum og reynsluboltar eins og Jón Bragi Gunnarsson og Guðmundur Ármann eru fastagestir á kvöldunum okkar og alltaf boðnir og búnir að miðla af reynslu sinni.

Í Zontahúsinu er notaleg stemmning og alltaf heitt á könnunni.

Við bjóðum uppá áhöld til hnýtinga ef menn vilja prófa en eiga ekki tækin og tólin sem til þarf, einnig bjóðum við uppá talsvert úrval af fluguhnýtingarefni sem fólki er frjálst að nota ef það vill.

Minnum á afsláttinn á hnýtingarefni í versluninni Veiðivörum í Amaróhúsinu.

Sjáumst í Zonta á mánudaginn kemur kl 20. Allir velkomnir.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
7.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
7.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
7.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
7.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
7.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
7.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
7.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
7.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
7.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2