Fréttir

19 júl. 2014

Urriðadans á Hrauni og Syðra-Fjalli

Okkur hjá SVAK finnst ekkert eins skemmtilegt og að fá veiðifréttir af svæðum okkur. Nú síðast bárust okkur góðar fréttir úr Aðaldalnum.

Nokkrir Svíar voru semsagt við veiðar á Hrauni og Syðra-Fjalli í júní mánuði og náðu að krækja í 78 urriða á 5 dögum. Svíarnir voru auðvitað hæst ánægðir með fenginn en allt voru þetta fiskar á bilinu 1,5-5 pund.


                                                      Úr veiðibókinni á Hrauni

Svíarnir voru að fá flesta fiskana á dökkar smáflugur eins og t.d Black gnat (mýflugulirfa) og Peacock. Krókurinn var líka að gefa. Straumflugur eins og svartur og gulur nobbler, mýsla og rektor stóðu líka fyrir sínu.
Nokkur hluti urriðans tók síðan þurrflugu.

Því miður hafa okkur ekki borist myndir frá þessum fengsælu veiðimönnum en myndirnar sem fylgja þessari umfjöllun eru úr safni Snævars Arnar Georgssonar en hann var við veiðar í ánni í lok júní.                            Snævarr með fallegan urriða sem hann veiddi á Syðra-FjalliVeiðisvæðin þrjú þ.e Efra og Neðra Hraun og Syðra-Fjall eru tveggja stanga svæði þ.s eingöngu fluguveiði er leyfð. Aðallega veiðist urriði á svæðinu en laxar hafa sést á sveimi allt frá miðjum júní. Í veiðiskýrslu Svíanna kemur fram að þeir hafi rekist á lax í þrjú skipti meðan á dvöl þeirra stóð.

Veiðileyfi á þessi flottu svæði í Laxá í Aðaldal má nálgast hér til hliðar á síðunni undir veiðileyfi.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
12.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
12.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
13.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
12.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 3 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1