Fréttir

11 jún. 2014

Skjálfandafljótið komið í vefsölu SVAK.

Skjálfandafljót er skemmtileg viðbót við flotta flóru veiðisvæða Stangaveiðifélags Akureyrar sem veiðimenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Þau eru fjölmörg bleikju og silungssvæðin sem SVAK bíður félagsmönnum sínum og öðrum veiðimönnum uppá.
Silungasvæði Skjálfandafljóts er ódýr og góður kostur fyrir þá sem vilja veiða silung en einnig er talsvert góð laxavon.
Verðið á stöng pr/dag er frá 1600kr - 5200kr 
Silungasvæðin ofan brúar voru lengd upp á gömlu laxasvæðin og fylgja nú hyljir sem gefa góða silungsveiði og að öllu jöfnu þó nokkra laxa á ári hverju.

Veiðisvæðin eru fjögur og hægt er að skoða skiptingu svæðana betur
Hér
Skjálfandafljót sem býður upp á flotta veiðimöguleika ásamt afar fallegri og stórbrotinni náttúru er því flott viðbót við öll þau veiðisvæði sem SVAK bíður uppá og vonum við að sem flestir sjái sér færi í að veiða þar í sumar.

Veiðileyfi á silungasvæðum Skjálfandafljóts
má sjá HérTil fróðleiks:

Skjálfandafljót er jökulfljót sem á uppruna sinn í norðvestur hluta Vatnajökuls, nánar tiltekið í Vonarskarði sem er á milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og fellur til sjávar í botni Skjálfanda. Fljótið er um 180 km. á lengd og er það því fjórða lengsta vatnsfall á Íslandi. Vatnið í fljótinu er ekki eingöngu jökulvatn heldur rennur mikið af lindarvatni í það undan Ódáðahrauni. Þetta gerir það að verkum að fiskur gengur upp í fljótið og er umtalsverð silungs- og laxveiði því. Einnig gengur fiskur upp í margar af þverám þess

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
14.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
14.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
14.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1