Fréttir

28 apr. 2014

Hörgáin komin i vefsölu SVAK

Hörgá er komin inná söluvef SVAK.

Boðið er uppá vorveiði eins og í fyrra og hefst hún 1.maí á svæðum 1 og 2 þ.s eingöngu er leyfð fluguveiði og sleppa ber öllum fiski til 20.maí.

Önnur svæði Hörgár opna þann 20.júní.

Töluverð aukning á urriða/sjóbirtingi hefur orðið í Hörgá síðustu ár og er það skemmtileg viðbót og tilvalið fyrir veiðimenn sem ekki geta beðið eftir sumrinu að fara og ná úr sér hrollinum
Ágætlega gekk hjá þeim veiðimönnum sem prufuðu "vorveiði" í Hörgá í fyrra og ekki skemmir fyrir að þeir eru nokkuð stórir.Verð veiðileyfa eru svipuð og þau voru í fyrra og félagsmenn SVAK fá 20 % afslátt af veiðileyfum Hörgár. Hörgá er góður kostur í sjóbleikjuveiði og hefur haldið sér vel miðað við margar aðrar bleikjuár á landinu en í fyrra veiddust á sjötta hundruð bleikjur í ánni, sú stærsta 7 pund. Þá er einnig alltaf von á góðum urriðum og sjóbirtingum í ánni. Þægilegur kostur fyrir Akureyringa og nærsveitarmenn að bregða sér í Hörgárdalinn með litlum fyrirvara og renna fyrir fisk.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
14.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
14.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
14.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
14.8.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 4 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1