Fréttir

30 jan. 2014

Ólafsfjarðará og Hölkná kynntar

Vetrarstarfið heldur áfram á mánudaginn 3.febrúar í Amaróhúsinu nánar tiltekið kl 20 en þá verða fluttir pistlar um Ólafsfjarðará, Hölkná, efri hluta Skjálfandafljóts og Hrúteyjarkvísl. Það eru félagarnir Guðmundur Ármann og Ragnar Hólm sem sjá um kynninguna á Ólafsfjarðaránni en þeir félagar eru þaulkunnugir ánni og hafa marga bleikjuna dregið á land í firðinum fagra.
Veiði var með ágætum í Ólafsfjarðará í sumar en 415 bleikjur voru skráðar í rafrænu veiðibókina hjá SVAK þrátt fyrir að áin hafi verið vatnsmikil og lítið veiðanleg fyrri hluta sumars. Stangveiðifélögin SVAK og Flugan eru með Ólafsfjarðará saman á leigu og þess er ekki langt að bíða að áin komi í vefsölu SVAK (nánar auglýst síðar)

Að lokinni kynningu á Ólafsfjarðará munu þeir félagar úr stangveiðifélaginu Flugunni stíga í pontu og fjalla um  veiðisvæði sín Hölkná í Þistilfirði, efri hluta Skjálfandafljóts og Hrúteyjarkvísl. Veiðin í Hölkná gladdist talsvert sumarið 2013 þegar um 140 laxar komu á land. Hölkná er með ódýrari kostum þegar kemur að laxveiði.


Hannes Reynisson formaður Flugunnar  lýsir hvernig best sé að bera sig að við veiðar í Undirlendahyl í Hölkná

Hrúteyjarkvísl og efri hlutil Skjálfandafljóts er einnig ódýr kostur i stangveiði en þar veiðist alltaf slatti af urriða og nokkrir laxar. Ef menn hafa áhuga á leyfum hjá stangveiðifélaginu Flugunni er hægt að senda fyrirspurnir á  veidileyfi@veidileyfi.is

En við vonumst til að sjá sem flesta þann 3.febrúar kl 20 í Amaróhúsinu við Veiðivörur.is. Allir velkomnir, aðgangur að sjálfsögðu ókeypis og alltaf heitt á könnunni í þessum góða félagsskap.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
14.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
14.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
14.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1