Fréttir

02 ágú. 2013

Ár óðum að minnka

Með kólnandi veðri norðan heiða minnkar vatnsmagn í ám með hverjum deginum. Ef litið er á vatnshæðamæla inná vatnafar á vedur.is má sjá að Hörgáin hefur lækkað um 10 sm sl sólarhring og um heila 55 sm á síðustu 10 dögum. Sömu sögu má segja um Skjálfandafljót sem einnig er að finna inná vatnafari veðurstofunnar. Ekki liggja fyrir tölulegar upplýsingar um vatnsmagn á öðrum ársvæðum SVAK en sjóbelikjan er víða farin að gera vart við sig. Samkvæmt rafrænni veiðibók SVAK eru búið að skrá nýveiddar sjóbleikjur á svæðum 1,2 og 3 í Svarfaðardalsá og einnig í Ólafsfjarðará.

Nýverið sögðum við frá fallegum bleikjum sem komu á land í Hörgá, sú stærsta rúm fimm pund. Þá hefur einnig verið að veiðast sjóbleikja í Fjarðará í Hvalvatnsfirði en vegurinn út í Fjörður var opnaður fyrir skemmstu.
Síðustu skráðu sjóbleikjurnar í Skjálfandafljóti eru skráðar fyrir 2 dögum á vesturbakkanum silungasvæðinu en þá veiddist ágætlega við Nípa og Skálá.Hofsá í Skagafirði hefur verið stór og lituð síðustu daga en fer nú minnkandi. Sú nýbreytni var gerð í veiðifyrirkomulagi þar að nú geta menn keypt sér eina stöng á vægu verði í stað þess að þurfa að kaupa allan stangarpakkann.
Helgin er framundan með Einni með öllu og ekkert því til fyrirstöðu að kaupa sér dag í sjóbleikjuveiði já svona milli atriða.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
12.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
12.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
13.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
12.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 3 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1