Fréttir

26 jún. 2013

Skjálfandafljót silungasvæði

Veiðimenn sem fóru í Skjálfandafljót silungasvæði gerðu góða veiði og urðu varir við lax.

Fljótið lítur mjög vel út þessa dagana,flottur litur á vatninu og mikið af laxi að veiðast á efstu svæðum. Veiðimenn sem ákváðu að athuga hvernig staðan væri á silungasvæðinu (austurbakka lax/silung) veiddu vel þann stutta tíma sem veitt var og settu í lax í helsta laxveiðistaðnum á svæðinu, Séniver en misstu hann.

Urriðinn var mjög vel haldinn og augljóslega nóg æti á svæðinu.

Annars lönduðu þeir 8 fiskum, 4 bleikjum og 4 Urriðum/sjóbirtingum og sögðu að töluvert væri af silungi á svæðinu.

Flott bleikja sem veiddist aðeins fyrir neðan veiðistaðinn Séniver.
Fleiri myndir úr ferðinni er hægt að sjá á heimasíðu þeirra félaga hér

Ekki er ólíklegt að nýgengin bleikja fari að láta sjá sig meira á svæðinu en við heyrðum einmitt í veiðimönnum sem voru á Vestur bakka silung í kring um ós Leikskálaár sem veiddu 2 nýrunnar bleikjur nú fyrir stuttu.

Mjög fallegt er um að litast á silungasvæði Skjálfandafljóts og flottur kostur fyrir áhugasama að skoða þetta veiðisvæði sem ekki hefur verið svo mikið stundað í gegnum árin.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
14.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
14.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
14.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
14.8.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 4 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1