Fréttir

13 jún. 2013

Laxá Hraun og Syðra Fjall

Laxá í Aðaldal er öll að sjatna og veiðin mjög góð eftir því. Mokveiði á Hrauni og einnig veiðist mjög vel á Syðra Fjalli

Laxáin var náttúrulega ansi bólgin fyrstu dagana í júní en það var aðeins farið að sjatna í henni þegar fyrsta hollið kom 5. júní og hitastigið í ánni farið að stíga töluvert.

Þeir sem voru við veiðar þessa fyrstu daga á Hrauni lentu því í veislu og lönduðu hátt í 50 vorsprækum urriðum, allt að fimm og hálfu pundi. Sama var upp á teningnum nokkrum dögum síðar þegar fyrstu veiðimenn sumarsins reyndu fyrir sér á Syðra-Fjalli, menn voru að fá um 10 urriða yfir daginn, og vænir fiskar í bland.

   Flottur fiskur veiddur á Syðra Fjalli sunnudaginn 9júní                       mynd frá Veidimenn.com

Þessi urriðaveisla í júní og fram eftir sumri á þessum svæðum er ekkert nýmæli enda allt uppselt á Hrauni til 20. júlí en töluvert laust eftir það. Syðra-Fjall gefur Hraunssvæðinu ekkert eftir, urriðinn er þar um allt eins og sjá má í logninu kvölds og morgna þegar fiskurinn vakir um allt og hámar í sig mývarginn.

      Annar flottur af Syðra Fjalli á Sunnudaginn                                   mynd frá Veidimenn.com

Það eru bara nokkur ár síðan að byrjað var að selja veiðileyfi á Syðra-Fjalli á almennum markaði og svæðið því ekki eins þekkt meðal veiðimanna og svæðin í kring. Hér er því hægt að komast í skemmtilega urriðaveiði næstu daga og vikur í þeirri fullkomnu ró og fegurð sem Laxárunnendur þekkja.

Laxáinn er öll að sjatna meira og meira og verða eins og hún á að sér að vera og ekki skemmir veðrið sem búið er leika um veiðimenn síðustu vikurnar.

Einnig sáu veiðimenn stórlax skvetta sér á Hrauni fyrir nokkrum dögum og nokkuð ljóst að laxinn er farinn að ganga í Dalinn.

Þess má til gamans geta að á svipuðum tíma 2011 veiddist einmitt stórlax á Hrauni eða þann 9júní. Hver veit nema við fáum fréttir af einum þannig höfðingja fljótlega

                                Nils Folmer Jörgensen með 103cm laxinn

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
14.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
14.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
14.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
14.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1