30 apr. 2020
Hörgá opnar 1.maí
Þann 1.maí bætist við skemmtilegur kostur við vorveiðina en þá opnar Hörgá. Það eru margir búnir að bíða spenntir eftir að geta byrjað að veiða í Hörgá enda veiðin á vorin oft ævintýraleg.
Þar er mikið magn af bleikju og staðbundnum urriða ásamt því að sjóbirtingurinn hefur verið að sækja í sig veðrið og fer fjölgandi og stækkandi.


Veitt er á svæði 1 og 2 í vorveiðinni og er eingöngu leyfilegt að veiða á flugu og skal sleppa öllum fisk.


Til að skoða lausa daga smellið hér
Til baka