Fréttir

23 maí 2012

Hraun opnað

Sumarið er ekki alveg komið í Aðaldalinn, en væntanlega er það rétt handan við hornið. Við skruppum 4 saman og opnuðum Hraunssvæðiði í Laxá sunnudaginn 20. maí. Ákváðum að vera bara seinni vaktina, enda næturhiti réttu um frostmark en spáð ágætum hita eftir hádegi.

 

Ástandið á ánni var einsog við var að búast, mikið vatn, engin fluga og snjóskaflar á bökkum eftir Krossamessukastið.

Áin var samt 9° sem er mun hærra en við áttum von á. Með uppflettingu í góðri bók (Náttúra Mývatns bls. 148.) kom samt í ljós að það er fullu samræmi við mælingar fyrri ára. Hitistig Laxár stýrist að stærstum hluta af hitastigi Mývatns, enda tekur ekki nema rúma 6 tima fyrir vatn að renna úr Mývatni og niður að Brúarhlöðum og 12-15 niður að Laxamýri.

Dægursveiflur í Laxá eru tiltölulega litlar og mun minni en í Norðlenskum dragám, því dægursveiflan í Mývatni er ekki nema 2-3°C. Hitastig í Geirastaðaskurði við útfall Mývatns hækkar jafnan úr 1-2°C í byrjun apríl upp í 9°C í lok mai (nær svo hámarki um miðjan júlí í 13°C). Semsagt; 8-9°C í lok maí getur talist normal ástand.En að veiðinni; Við urðum lítið eða ekkert varir við fisk nema á Harkateigum, lönduðum þar 2 fiskum og settum í fleiri.

Fróðir menn segja að urriðinn fari ekki á stjá fyrr en flugan fer af stað og enn fróðari menn segja að hún fari ekki af stað fyrr en eftir 2-3 daga af góðum lofthita.

Spáð er miklum hlýjindum næstu daga - einhver lendir því í miklu partýi þegar allt fer af stað, en það ætti, samkvæmt visku fróðu mannana að gerast á næstu dögum. Við veðjum á föstudaginn...


Skoðið veðurspá og lausa daga og nánari upplýsingar um Hraun .

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
15.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
15.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
16.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
16.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
15.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
15.8.2020
Svæði 4 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2