Fréttir

17 maí 2012

Er mögulegt að lengja veiðitímabilið á Eyjafjarðarsvæðinu

I nokkur ár hafa veiðimenn á Eyjafjarðarsvæðinu gælt við hugmyndina um að lengja veiðitímabilið á svæðinu.

Fyrsti veiðidagur í Svarfaðardalsá er 1. júní og veiði hefst í lok maí í Hörgá svo dæmi séu tekin. Draumur margra veiðimanna á svæðinu væri hinsvegar að hægt væri að byrja veiðitímabilið fyrr þar sem áherslan væri á sjóbirtings og urriða veiði.


Sveinn Rafn Beck skrifaði meðal annars grein sem birtist á www.akureyrivikublad.is þar sem hann segir frá ferð sinni í Svarfaðardalsá 12. maí síðastliðinn. Sveinn fékk leyfi frá veiðifélaginu til að athuga hvort fiskurinn væri mættur í ánna og var hann þá sérstaklega að leita eftir sjóbirting. Hann veiddi meðal annars á Melshorninu sem er með neðstu veiðistöðum í ánni, mikið líf var á svæðinu og setti Sveinn meðal annars í 3 sjóbirtinga á 30 mínútum.


Greinina má sjá í heild sinni hérna: http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/umraedan/2012/05/16/veidi-i-svarfadardalsa/

 Þetta hljóta að vera gleðitíðindi fyrir alla veiðimenn og gefur von um að hægt verði að lengja veiðitímabilið á þann hátt að hægt verði að byrja fyrr að veiða en gengur og gerist hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Nágrannar okkar í Litlu á í Kelduhverfi hófu t.d. veiðar 1. apríl og var töluvert magn af sjóbirting á svæðinu á þeim tíma og 340 fiskar veiddust þar fyrstu 7 dagana.

 


Upplýsingar teknar frá: http://www.litlaa.is/?modID=2&frId=230

 Veiðimenn á Eyjafjarðarsvæðinu gæla því við hugmyndina um að hægt verði að byrja veiðar fyrr á þeirra svæði og miðað við seinustu fréttir virðist vera grundvöllur fyrir þeirri breytingu. Það er eitthvað sem aðeins tíminn getur leitt í ljós en vonandi munu veiðimenn sjá sölu veiðileyfa fara fyrr af stað á næsta ári þar sem áhersla verður lögð á sjóbirtings og urriðaveiði þar til Bleikjan tekur við.

Með veiðikveðju, stjórn SVAK

 


Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
12.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
12.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
13.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
12.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
Svæði 3 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1