Hraun

 

Hraun er urriðasvæði rétt neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal austan við ána á móti Staðartorfu. Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir.
Algeng stærð urriða er á bilinu 35-50 cm, einnig veiðist stöku lax.

Veiðireglur

Veiðitími er frá 1. Júní – 31. ágúst.
Veitt frá kl 7-13 og 16-22 en eftir 5. ágúst frá kl 7-13 og 15-21.
Veitt á 2 stangir á Efra-Hrauni og 2 stangir á Neðra-Hrauni.

Eingöngu er leyfð fluguveiði á Hrauni.
Kvótinn er 2 fiskar á dag á stöng – skylt er að sleppa öllu yfir 40 cm.
Öllum laxi skal sleppt aftur án undantekninga.  Særist lax svo honum verði ekki hugað líf ber að koma honum til landeiganda.

Veiðihús

Veiðihús er ekki á staðnum en veiðimönnum sem þurfa á gistingu að halda er bent á gististaðinn Brekku sem er vel staðsettur og með útsýni yfir svæðin.

Annað

Rafræn veiðibók á Veiðitorg.is og einnig er veiðibók á staðnum.

Vinsamlegast prentið út kort af veiðisvæðinu sem fylgir veiðileyfinu og hafið meðferðis. Kort má einnig finna hér.
Athugið að aðeins hluti veiðimanna skráir á netinu, aðrir skrá í bók á staðnum.

 

 

 

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.