Hörgá

Hörgá er dæmigerð dragá, köld með breytilegu vatnsmagni og oft jökullituð á sumrin. Hún er þriðja stærsta áin sem rennur í Eyjafjörð á eftir Eyjafjarðará og Fnjóská.

Veiðisvæði Hörgár nær efst frá Nautá við Bakkasel í Öxnadal og Básfossi í Hörgádal og niður að ósum Hörgár sem er á milli jarðanna Skipalóns og Óss. 

Öxnadalsá rennur í Hörgá rétt utan við Staðartungu. Í árnar renna margar hliðarár úr hliðardölum og skörðum. Þær helstu Öxnadalsmegin eru Vaská rétt utan við Bakkasel, Þverá utan við Hóla og Bægisá rétt framan við Bægisárhyl. Hörgárdalsmegin eru Myrká og Barká stærstu hliðarárnar. Barká er jökulsá úr Barkárdalsjökli og nær oft að lita Hörgá hressilega. Utan við Staðartungu eru stærstu hliðarárnar Fossá að austan og Syðri- og Ytri-Tunguár að vestan. 

    

Kynþroska sjóbleikja fer að ganga í Hörgá í júlí og þær sem ganga lengst fram í dalina koma fyrstar en bleikjan hrygnir annars um alla á.

Algeng þyngd kynþroska sjóbleikju er um 0,5 – 1,0 kg en þær þyngstu eru um 3 kg. Bleikjan gengur langt fram fyrir Bakkasel í Öxnadal, að Básfossi í Hörgárdal og að Byrgisfossi í Myrká sem er neðstur þriggja fossa í mynni Myrkárdals. Í lok ágúst og frameftir hausti gengur ókynþroska smábleikja í Hörgá, oft í stórum torfum. Í Öxnadalsá er einnig dvergvaxin bleikja steingrá að lit. Hún er talin koma úr Þverbrekkuvatni og Hraunsvatni í Öxnadal.

Á undaförnum árum hefur hlutur urriða og sjóbirtings verið aukast í veiðinni og þeir eru að veiðast ofar á vatnasvæðinu, sérstaklega fram í Öxnadal.  Þessar tegundir eru þó algengastar neðst í Hörgá, frá Steðji og út eftir. Oft er mikið af smáurriða í kílum og sundum og fyrri hluta sumars leitar stórurriðinn þangað inn í ætisleit. Þyngstu urriðarnir sem veiðast eru um 3 kíló en stærsti skráði sjóbirtingurinn (2011) var 5 kg.

Veiðisvæðin
Svæði 1 nær frá Hörgárósum að Votahvammi að austan sem er á móti Hesthólma að vestan. Veiðitímabil er 1/5-30/9

Svæði 2 nær að austan upp að Stekkjarhól í landi Djúpárbakka sem er á móts við bæinn Litla Dunhaga að vestan.Veiðitímabil er 1/5-30/9

Svæði 3 nær upp að Syðri-Tunguá að vestan og að Steðja að austan. Veiðitímabil er 20/6-30/9

Svæði 4a nær upp að ármótum Hörgár og Öxnadalsár. Veiðitímabil er 20/6-30/9

Svæði 4b er efsta svæðið Hörgárdalsmegin og nær upp að Básfossi. Veiðitímabil er 20/6-10/9

Svæði 5a er neðri hluti Öxnadalsár og nær frá ármótum að Jónasarlundi. Á þessu svæði er eftirsóttasti veiðistaður árinnar sem er Bægisárhylur. Veiðitímabil er 20/6-10/9

Svæði 5b er efra veiðisvæði Öxnadalsár og nær fram í Bakkasel að Nautá sem kemur ofan af Öxnadalsheiði. Aðeins leyfð fluguveiði á þessu svæði. Veiðitímabil er 20/6-10/9

Veiðitími
Veitt er frá kl 7:00 á morgnana til kl 13:00 og 16:00 til 22:00 fram til 1. ágúst. Eftir 1. ágúst er seinni vaktin frá 15:00 til 21:00

Stangir
Hörgá er skipt í 7 svæði og er veitt á 2 stangir á hverju þeirra - eða samtals 14 stangir.

Agn
1.-20. maí er fluguveiði eingöngu og skal sleppa öllum fiski.
Eftir það er allt venjulegt agn leyfilegt (fluga, beita eða spúnn) og enginn kvóti á afla.
Svæði 5b er þó eingöngu fluguveiði.

Veiðihús
Ekkert veiðihús er við Hörgá, en stutt er til Akureyrar og næg gistiaðstaða.

Góðar flugur 
Fimm hæstu urriðaflugurnar síðustu árin eru Grey ghost, Nobbler svartur, Heimasæta, Nobbler og Krókur.
Fimm hæstu bleikjuflugurnar síðustu árin eru Krókur, Nobbler, Heimasæta, Bleik & Blá og Grey ghost.

Umgengni
Veiðimenn eru beðnir að ganga vel um árbakkana, aka einungis á vegaslóðum og hirða upp allt rusl eftir sig.

Veiðiverðir

Guðmundur Helgi Gunnarsson. Sími 866-3295

Helgi Bjarni Steinsson Sími 861-8802
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ÞS

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.