Staðsetning
Ólafsfjarðará rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði.Hún á upptök austast á Lágheiðinni og í fjalllendinur beggja vegna dalsins. Ólafsfjarðará er 5 km löng dragá sem er nánast alltaf tær,fremur nett og meðalvatnsmikil, frekar lygn neðantil en straumharðari ofantil.
Aðgengi
Aðgengi að ánni er gott og hægt að vera á fólksbílum. Allur akstur utanslóða og á túnum er stranglega bannaður .
Svæðaskipting
Ólafsfjarðará er skipt í tvö svæði,efra og neðra. Svæðaskipting sjá kort af ánni neðar á síðunni.
Veiðifyrirkomulag
Veitt er frá 15.júlí til 20 september. Landeigendur hafa þriðjudaga til eigin ráðstöfunar.
Veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum.Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 15 ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00. Kvóti á dag er 10 fiskar á stöng og ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga.
Leyfilegt agn
Fluga og maðkur
Veiðihús
Ekkert veiðihús, upplýsingar um aðra gistingu má finna hér
Veiðivörður
Úlfar Agnarsson sími 778-1544
SVAK og Stangveiðifélagið Flugan hafa Fjarðará í Ólafsfirði í sameiningu á leigu. SVAK hefur til sölu um helming daganna og Flugan hinn helminginn.
Í Ólafsfjarðará veiðist aðallega sjóbleikja sem er 35-45 sm og eitthvað af urriða. Auk þess veiðast alltaf 2-4 laxar á hverju sumri. Árleg veiði síðustu 10 árin eru 600-1900 fiskar.
Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Ólafsfjarðarár á veiditorg.is
Kort svæði 1
Kort svæði 2
Loftmynd svæði 1
Loftmynd svæði 2