Fréttir

09 sep. 2008

Bubbi skrifar bók um Laxá í Aðaldal

Bubbi Morthens er ekki búinn að leggja frá sér pennann þó að ekki komi út framhald á smásögum hans um komandi jól. Hann er eigi að síður með veiðibók í smíðum sem kemur út á næsta ári. Bókin fjallar um Nesveiðar Laxár í Aðaldal.

“Jú, það má alveg segja frá þessu. Ég er langt kominn með handritið, en bókin kemur út 2009,” sagði Bubbi í skeyti til okkar. Bókin er tilhlökkunarefni enda er Laxá í Aðaldal ákaflega spennandi bókarefni. Bubbi er þó ekki fyrstur, því Jakob heitinn Hafstein reið á vaðið með bók um Laxá fyrir margt löngu og er sú bók í hugum margra dæmi um hvernig vel getur tekist til með veiðibækur.

Eflaust setur Bubbi sín fingraför á Laxárbókina, en í ljós kom í fyrra að hann er ekki síður ritfær en tónlistarfær þegar hann sendi frá sér smásögubókina Að kasta flugu er að tala við Guð.

Mynd: Bubbi með 20 pundara úr Laxá í sumar.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
23.7.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
23.7.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
15.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1
16.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
17.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1