Fréttir

08 ágú. 2008

Fréttir úr Vatnsdalnum

Það voru ekki margir SVAK félagar sem nýttu sér hollið í Vatnsdalsánni núna í vikunni en þeir sem fóru veiddu ágætlega, mikið veiddist af fallegum birting en hann virðist sækja mikið á kostnað bleikjunnar.
Flestir birtingarnir komu af Brandanesi en einnig veiddist ágætlega af staðbundnum urriða á svæðunum fyrir ofan Flóð. Töluðu menn um að ekki væri mikið af bleikju en þó veiddust nokkrar vænar og t.d. kom ein 4 punda af Brandanesi.   Einnig komur nokkur góð skot af bleikju frá sama stað og voru þær flestar á bilinu 1-1,5 pund.   Mikið af laxi var í kringum brúna og stóðu menn vaktir þar eins og oft áður, lágu ca 12 laxar við annan brúarstólpan og einn þeirra sínu stærstur en menn mátu að hann væri í það minnsta 100 sm. Ekki tókst að lokka brúarverðina á færið og enda orðið mun erfiðara að standa að veiðum við brúnna heldur en áður, hefur legustaður laxanna í brúarhylnum breyst og er hann orðin mun ofar og liggur nánast á mörkum laxa- og silungasvæðisins. Má segja að laxinn liggji allur á afar gráu svæði... En ekki er allur lax á silungasvæðinu við brúnna og setti veiðimaður í ágætan lax í Gosa en missti hann eftir nokkurn slag.
Voru menn býsna sáttir við ferðina, þótt ekki væri mikið um bleikju, veiddust fallegir birtingar, stórlaxar voru á sveimi og að auki er alltaf gaman í Vatnsdalnum.

ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
23.7.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
23.7.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
15.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1
16.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
17.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1