Fréttir

10 jún. 2008

Lax kominn upp fyrir Króksbrú

Vatnið í Norðurá í Borgarfirði þessa dagana virðist henta vorlaxinum
ákaflega vel til göngu fram dalinn.

Það er segin saga að þessir stóru snemmgengnu fiskar hundsa laxastigann og láta sig vaða upp Glanna og það kom bersýnilega í ljós í morgun þegar að veiðimenn ákváðu að leggja í leiðangur upp undir Holtavörðuheiði. Það borgaði sig heldur betur því einn þeirra, árnefndarmaðurinn Jón Ásgeir Einarsson setti í og landaði fallegum laxi í veiðistaðnum Poka. Við fengum senda mynd í gegnum síma.Ætla mætti að Norðurárfiskinum liggji mikið á um þessar mundir og vandfundnir þeir laxar sem hika í göngunni uns þeir hverfa upp fyrir Laxfoss. Hilmar Hansson sá þó laxa skríða inn á Eyrina í morgun og landaði glæsilegri 86 sentimetra hrygnu. Þess má einnig geta að annan daginn í röð kom lax af svæðinu Norðurá II, en um níu punda fiskur var tekinn af Klettsbreiðu í gærkveldi.Mynd; Það borgaði sig að fara í bíltúr! Veiðistaðurinn Poki er niður undan Króksfossi ofarlega í Norðurárdal.

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
23.7.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
23.7.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
15.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1
16.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
17.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1