Fréttir

22 maí 2008

Risaurriðar


Það er ekki bara í Þingvallavatni sem veiðast risastórir urriðar.  Eru fréttir af 14 punda urriða í Úlfljótsvatni sl. sunnudag og hérna fyrir norðan eigum góða von í stórum urriða í Ljósavatni, þótt ýmsum komi það spánskt fyrir sjónir.

Undirritaður var svo heppin að leigja Djúpá  í nokkur ár en hún rennur úr Ljósavatni, vorum við nokkrir góðir félagar um ánna og veiddust þar stundum stórir urriðar.   Stærsta fiskinn veiddi Guðmundur Ármann en hann var um 9 pund, mun stærri fiska sáum við en þeir voru ekki auðveiddir.  þessir urriðar ganga niður úr Ljósavatni á haustin og hrygna í ánni, gengum við hóflega fram til veiðanna þar sem þetta eru mikilvægar hrygningarstöðvar fyrir stofninn í Ljósavatni.  En einnig var gaman að egna fyrir urriðan í vatninu á sumrin áður en hann gekk til hrygningar og oft gáfu vorin vel, hef ég séð ótrúlega stóra urriða í vatninu og sennilega var sá stærsti kringum 15 pund. Ljósavatn er núna komið á veiðikortið en var ákaflega vanmetið sem veiðivatn, þar er mikið af bleikju, að vísu nokkuð smárri en góðum matfiski og svo er ávalt von í góðum urriða.

ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
23.7.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
23.7.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
15.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1
16.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
17.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2