Fréttir

28 apr. 2008

Gott laxveiðisumar framundan?

"Það er full ástæða til að búast við góðri veiði í laxveiðiám á Norðurlandi í sumar segir Bjarni Jónsson fiskifræðingur hjá Norðurlandsdeild Veiðmálastofnunar. Bjarni segir horfurnar almennt góðar og nefnir sérstaklega Miðfjarðará í því samhengi.

Hann segist bjartsýnn á að Vatnsdalsá muni halda áfram að bæta sig frá síðasta sumri og að jafnvel megi búast við einu besta ári í ánni til fjölda ára, enda hafa göngur úr ánni í fyrra og hitteðfyrra verið þær stærstu í um 25 ár. Hann nefnir einnig að seiðarannsóknir sýni að veruleg uppsveifla sé framundan í Laxá í Ásum og stefnir í að áin endurheimti sinn sess sem ein besta veiðiá landsins.

Bjarni segir að þrátt fyrir að eitthvað hafi verið um afpantanir á veiðileyfum fyrir sumarið virðist sem horfur í efnahagsmálum hafi ekki veruleg áhrif á pantanir í árnar í ár þar sem leyfin eru yfirleitt pöntuð með löngum fyrirvara."
 

Fréttin er tekin af vef ríkisútvarpsins

Þess má geta að ýmislegt styður þessar fullyrðingar Bjarna, meðal annars hefur fréttst af fínni laxveiði netabáta í austurálnum í Eyjafirði.  Þar er sennilega á ferðinni lax á leið í Fnjóská.  Maður veltir því fyrir sér hvort Laxasjóðurinn hans Orra viti af þessu??

SVAK er með nokkuð af lausum laxveiðileyfum á Norðurlandi, þau má skoða hér.

-ESF-

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
23.7.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
23.7.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
15.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1
16.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
17.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2