Fréttir

28 mar. 2008

Meira um lax.

Hvar er laxinn í sjónum ? Rannsóknir á sjávardvöl laxins með nýjustu tækni
Næsta málstofa LbhÍ verður í Árssal á Hvanneyri mánudaginn 31. mars 2008 kl.15:00. Þar mun Sigurður Guðjónsson flytja erindi sem hann nefnir Hvar er laxinn í sjónum? Rannsóknir á sjávardvöl laxins með nýjustu tækni .

Þekking á laxi í ferskvatni er orðin mjög góð. Þekking á lífsferli laxins í sjó er minni. Miklar breytingar hafa orðið á endurheimtum laxa í sjó, og mikil afföll stórlaxa valda áhyggjum. Mjög kostnaðarsamt er að rannsaka lax í sjó með beinum hætti, þar sem rannsóknartími skipa er mjög dýr. Veiðimálastofnun hefur á síðustu árum aukið rannsóknir á laxi í sjó. Vorið 2005 hófst metnaðarfullt verkefni eftir nokkurra ára undirbúning. Sleppt var mælimerktum laxaseiðum og skiluðu fyrstu laxarnir sér til baka sem fullorðinn lax, sumarið 2006 og svo sumarið 2007. Merkin koma frá fyrirtækinu Stjörnu Odda og er um nýja þróun að ræða. Merkin mæla og skrá hita og dýpi í sífellu. Þar sem lax er uppsjávarfiskur er unnt að nýta gögn um yfirborðshita sjávar, meðal annars frá gervitunglum. Þannig er hægt að rekja far laxins í hafinu í fyrsta skipti. Greint verður frá þessum rannsóknum og fyrstu niðurstöður sýndar.


Hægt verður að hlusta á fyrirlesturinn í beinni útsendingu á vef Landbúnaðarháskóla Íslands,

Hlusta á fyrirlesturinn

Tekið af vef Veiðimálastofnunarinnar.

ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
23.7.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
23.7.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
15.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1
16.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
17.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1