Fréttir

21 feb. 2008

Fæðuatferli ungra laxfiska í íslenskum ám

Nýlega varði Tyler D. Tunney meistararitgerð sína við líffræðiskor Háskóla Íslands. Ritgerð hans fjallar um fæðuatferli ungra laxfiska í íslenskum ám og heitir upp á ensku “Foraging mode of wild salmonids in Icelandic streams”. Fyrir verkefnið safnaði Tyler gögnum með beinum atferlismælingum á ungum bleikju-, urriða- og laxaseiðum við náttúrulegar aðstæður í 10 ám í Skagafirði og nágrenni.

Leiddi verkefnið m.a. í ljós að að greinilegur munur er á milli þessara tegunda í því hvernig einstaklingar leita að og ráðast á fæðu. Á meðan á náminu stóð bjó Tyler á Hólum og vann undir handleiðslu dr. Stefáns Óla Steingrímssonar, dósents við fiskeldis- og fiskalíffræðideild.Meistaraverkefnið er hluti af stærra rannsóknaverkefni sem styrkt er af RANNÍS og fjallar um óðals- og fæðuatferli íslenskra laxfiska. Að ritgerð og vörn Tylers komu einnig þeir dr. Sigurður S. Snorrason prófessor við HÍ (umsjónarkennari), dr. Skúli Skúlason rektor Hólaskóla (í meistaranefnd) og dr. Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness (prófdómari). Tyler stóð sig mjög vel á föstudaginn og hefur nú hafið doktorsnám við Háskólann í Guelph í Kanada.


Þessa frétt er að finna á vef holar.is og á angling.is

ESF

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
23.7.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
23.7.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
23.7.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
15.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1
16.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
17.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
23.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
24.7.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2