Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins20 feb. 2020

Viltu æfa þig að kasta með flugukaststöng við góðar aðstæður áður en þú heldur á bakkann í vor/sumar ? Þá er þetta tækifærið.
Taktu flugustöngina þína með eða fáðu lánaða hjá okkur. Vanir flugukastarar á staðnum sem eru tilbúnir til að leiðbeina ef á þarf að halda. Hugsað bæði fyrir þá sem vilja skerpa á köstunum sínum og þá sem eru að byrja í sportinu. Vonumst til að sjá sem flesta.

Ókeypis aðgangur.

Alls fjögur skipti þe 9.feb,23.feb,8.mars og 15.mars kl 12.

Hvetjum fólk til að mæta stundvíslega þ.s æfingin er aðeins í eina klst.


13 feb. 2020

Matthías Þór Hákonarson kynnir fyrir okkur fjölmörg spennandi veiðisvæði á vegum fyrirtækis hans Iceland fishing guide þ.á.m margar perlur Laxár í Aðaldal eins og Árbót, Staðartorfu,Múlatorfu og Syðra-fjall ásamt Mýrarkvísl og Lónsá. SVAK félagar fá afslátt af veiðileyfumn.

Kynningin er í Deiglunni og hefst kl 20.
Þorralegar veitingar í boði þetta kvöld.
Allir velkomnir.


06 feb. 2020

Nú fer að styttast í að vetrarstarf SVAK hefjist.

Við erum búin að setja upp dagskrá fram í mars. Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Vetrarstarf SVAK 2020

Viðburðir á næstunni

 9.febrúar kl 12 Kastæfing í Íþróttahöll Akureyrar – fyrir byrjendur og lengra komna

 11.febrúar kl 20 Hnýtingakvöld í Zontahúsinu við Aðalstræti 54 fyrir byrjendur og lengra komna.

 13.febrúar kl 20. Matthías Þ Hákonarson kynnir veiðisvæðin sín hjá Iceland fishing guide í Deiglunni. Veitingar á þorralegum nótum.

 23.febrúar kl 12 Kastæfing í Íþróttahöll Akureyrar – fyrir byrjendur og lengra komna.

 25.febrúar Hnýtingakvöld í Zontahúsinu við Aðalstræti 54-fyrir byrjendur og lengra komna.

 8.mars kl 12 Kastæfing í Íþróttahöll Akureyrar – fyrir byrjendur og lengra komna

 12.mars kl 20 í Deiglunni Halldór Ingvason kynnir veiðiferðir til Suður Grænlands á vegum South Greenland Flyfishing

 15.mars kl 12 Kastæfing í Íþróttahöll Akureyrar – fyrir byrjendur og lengra komna

 19.mars kl 18-22 Skyndihjálparnámskeið fyrir félagsmenn SVAK,skráning á svak@svak.is (nafn,kennitala og símanúmer). Kennari Axel Ernir Viðarsson

 Allir nánari upplýsingar um ofantalda viðburði er að finna á síðum okkar http://svak.is/Frettasafn/2020 og https://www.facebook.com/SVAK.svak/

 Frekari viðburðir auglýstir síðar

 Vonumst til að sjá sem flesta í vetrarstarfinu okkar.

 Kveðja

Stjórn SVAK

 

 

 

 

 


05 feb. 2020

Stangaveiðifélag Akureyrar stendur fyrir skyndihjálparnámskeiði í samstarfi við Rauða kross Íslands fyrir félagsmenn sína 19.mars n.k frá kl 18-22 í Rauðakross húsinu við Viðjulund 2.

Hámark þátttakenda er 15 manns. Kostnaður 1000 kr per haus.

Skráðu þig með því að senda póst á svak@svak.is. Í skráningu þarf að koma fram nafn,kennitala og símanúmer viðkomandi. Skráningin er bindandi.

Kennari er Axel Ernir Viðarsson sem starfar hjá Sjúkraflutningum og Slökkviliði Akureyrar.

Nánar um námskeiðið:

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.

Viðfangsefni; hvað er skyndihjálp?

Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.

Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.

Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi,heilablóðfall og nærdrukknun.

 

 


05 feb. 2020

Í febrúar stendur SVAK fyrir tveimur hnýtingakvöldum í samvinnu við Febrúarflugur.
Kvöldin sem um ræðir eru þriðjudagskvöld 11. og 25.febrúar
Við verðum til húsa í Zontahúsinu í Aðalstræti 54 og byrjum kl.20:00
Reyndir hnýtarar á staðnum sem eru tilbúnir að segja byrjendum til.
Fyrir þá sem ekki eiga tól eða efni þá verður slíkt á staðnum.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
Endilega kíkið á fjésbókarsíðuna hjà Febrúarflugum og verið með okkur þessi umræddu kvöld.
Fluguhnýtingar eru stórskemmtileg iðja og aldrei of seint að byrja ☺️


29 jan. 2020

Forsala til félagsmanna SVAK í Ólafsfjarðará hefst 31.janúar og stendur til 7.febrúar 2020.

Veiðileyfi í ána má nálgast í vefsölu Veiðitorgs og hér á síðunni.

Veitt er frá 15.júlí til 20 september.

Ólafsfjarðará er fjögurra stanga á þar sem veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum. Veitt er á flugu og maðk. Í ánni veiðist aðallega sjóbleikja, en alltaf eitthvað af urriða og einn og einn lax.

Kvóti á dag er 10 fiskar á stöng og ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. SVAK beinir þó þeim tilmælum til veiðimanna sinna að gæta hófsemi við veiðar og sleppa allri bleikju sem er 50 sm eða stærri, til verndunar á sjóbleikjunni sem nú á undir högg að sækja.

Sem fyrr fá félagsmenn SVAK 20 % afslátt af veiðileyfum í Ólafsfjarðará.

Með von um gleðilegt veiðisumar

Stjórn SVAK


25 jan. 2020

Ágætu félagsmenn.

Efra og Neðra Hraun í Laxá í Aðaldal fara í forsölu laugardaginn 25.janúar og stendur forsalan t.o.m laugardagsins 1.febrúar

Sem fyrr seljum við svæðið í hálfum dögum, tvær stangir á hvoru svæði.

Félagsmenn fá 20 % afslátt af veiðileyfum.

Hraunssvæðin eru uppáhald þurrfluguveiðimannsins. Á svæðunum er eingöngu leyfð fluga og kvótinn er tveir fiskar á stöng með sleppiskyldu á öllum fiski yfir 40 sm.

 

 

 


03 jan. 2020

Ágæta stangveiðifólk.

Kastæfingar á vegum SVAK hefjast sunnudaginn 9.febrúar kl 12 í Íþróttahöll Akureyrar. Næstu æfingar verða síðan 23.febrúar, 8.mars og 15.mars kl 12-13.

Taktu stöngina þína með þér eða fáðu lánaða hjá okkur. Leiðbeinendur á vegum SVAK verða á staðnum og fara yfir grunnatriði í meðferð flugustanga og kasttækni og aðstoða eftir þörfum.

Vonumst til að sjá sem flesta unga sem aldna,byrjendur sem lengra komna.

Skráning óþörf,bara að mæta.

Kastkveðjur

Stjórn SVAK

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
22.7.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
23.7.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 2
23.7.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.