Ólafsfjarðará

 

Staðsetning

Ólafsfjarðará  rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði.Hún á upptök austast á Lágheiðinni og í fjalllendinur beggja vegna dalsins. Ólafsfjarðará er 5 km löng dragá sem er nánast alltaf tær,fremur nett og meðalvatnsmikil, frekar lygn neðantil en straumharðari ofantil.

Aðgengi

Aðgengi að ánni er gott og hægt að vera á fólskbílum. Allur akstur utanslóða og á túnum er stranglega bannaður . 

Svæðaskipting

Ólafsfjarðará er skipt í tvö svæði,efra og neðra. Svæðaskipting sjá kort af ánni neðar á síðunni.

Veiðifyrirkomulag

Veitt er frá 15.júlí til 20 september. Landeigendur hafa þriðjudaga til eigin ráðstöfunar.

Veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum.Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 15 ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00. Kvóti á dag er 12 fiskar á stöng og ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga.

Leyfilegt agn

Fluga og maðkur

Veiðihús

Ekkert veiðihús, upplýsingar um aðra gistingu má finna hér

Veiðivörður

Úlfar Agnarsson sími 778-1544

SVAK og Stangveiðifélagið Flugan hafa Fjarðará í Ólafsfirði í sameiningu á leigu. SVAK hefur til sölu um helming daganna og Flugan hinn helminginn.

Í Ólafsfjarðará veiðist aðallega sjóbleikja sem er 35-45 sm og eitthvað af urriða. Auk þess veiðast alltaf 2-4 laxar á hverju sumri. Árleg veiði síðustu 10 árin eru 600-1900 fiskar.

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Ólafsfjarðarár á veiditorg.is

Árið 2008 voru allir helstu veiðistaðir árinnar merktir svo og svæðamörk. Einnig var veiðikort unnið. Það eru 20 skráðir veiðistaðir við Ólafsfjarðará og eru flestir þeirra mjög skemmtilegir en það er með Ólafsfjarðará eins og aðrar sjóbleikjuár að bleikjan getur verið dyntótt. Allt frá því að vera brjáluð taka og að vera veiði sem reynir á innsæi og útsjónarsemi veiðimannsins.

Fiskvegur hefur verið gerður við Hólsfoss en svæðið þar fyrir ofan er enn hálfgert tilraunasvæði. Verið er að kanna hvort bleikjan festi ekki rætur þarna fyrir ofan og verður fylgst vel með því og ákvarðanir með veiði þar teknar í framhaldi af því . Það hefur einnig sést sjóbirtingur í ánni og stöku lax en bleikjan hefur samt yfirhöndina og megi hún verða það til framtíðar, þessi harðgerði fiskur sem gleður okkur veiðimennina í hita leiksins.

 

Kort svæði 1
Kort svæði 2
Loftmynd svæði 1
Loftmynd svæði 2

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.