Hraun

Fá svæði í Laxá geyma jafn mikið af urriða og nær hann að jafnaði 3-5 punda stærð, fái hann að taka út vöxt sinn. Þeir eru þó til stærri. Meðalstærð urriðans á þessum svæðum hefur hins vegar farið minnkandi síðustu árin og ástæðan líklega sú að veiðimenn hafa verið gjarnir á að drepa stærstu fiskana.
Til að sporna við þessari þróun höfðum við til veiðimanna er vilja sleppa stærstu urriðunum og láta sér nægja nokkra fiska af minni gerðinni í soðið. Svæðin geta boðið upp á urriðaveiði í hæsta gæðaflokki ef gengið er um þau af virðingu og hófsemi.
Markmiðið er að byggja upp svæði þar sem veiðimenn geta sett í stóra fiska í hverjum streng. Því er aðeins leyfð fluguveiði og sleppa skal öllum fiskum yfir 40 cm. Minni fiskurinn er mun betri matfiskur og mörkin eru sett við tvo slíka á stöng á dag.
Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar vel áður en haldið er til veiða.

ATH - Það stendur yfir rannsókn á urriðanum á svæðinu.
Til að kanna stofnstærð, far, vöxt og lifun eftir veiða/sleppa.
-Með því að merkja mikið af fiski og skrá niður stað, stund, lengd, kyn, vatnshita ofl.
-Veiðist merktir fiskar er mjög mikilvægt að skrá það vel í bók.
-(númer merkis, stað, stund, lengd, kyn, vatnshita ofl)
-Öllum merktum fiski skal sleppa aftur.
-Merktir fiskar eru lifandi rannsóknargögn, því lengur sem þeir lifa, því betri upplýsingar.

Staðsetning: Laxá í Aðaldal er um 100 km norðaustur af Akureyri
Veiðisvæði: Efra-Hraun, Neðra-Hraun og Syðra-Fjall. Efra-Hraun er gamla Hraunsvæðið en Neðra-Hraun er Engey og svæðið niður af henni,niður fyrir Tvíflúð þ.s Hagasvæðið byrjar.
Tímabil: 1. Júní – 31. ágúst
Daglegur veiðitími: 7-13 og 16-22 en eftir 5. Ágúst 7-13 og 15-21
Fjöldi stanga: 2 stangir á Efra-Hrauni, 2 stangir á Neðra-Hrauni og 2 stangir á Syðra-Fjalli.
Agn: Fluga
Kvóti: 2 fiskar á dag á stöng – sleppa öllu yfir 40 cm
Vinsælar flugur: Púpur og streamerar
Veiði síðastliðið ár: Sjá mynd neðar og veiðibók á netinu (ath aðeins hluti veiðimanna skráir á netinu, aðrir skrá í bók á staðnum)
Umsjónaraðili: Hermann Bárðarson, hermann.b@simnet.is
Aðstaða: Veiðihús er ekki á staðnum en veiðimönnum sem þurfa á gistingu að halda er bent á gististaðinn Brekku sem er vel staðsettur og með útsýni yfir svæðin
Veiðibók: Rafræn og á staðnum
Kort: Hægt er að sækja kort hér

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.